148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[11:00]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Að gæta orða sinna, það er góður siður. Það að halda því hér fram að það hafi verið „einhver viðhorf“ og „einhverjar spekúlasjónir“ í „einhverjum tölvupóstum“ frá helstu ráðgjöfum ráðherrans, settum ráðuneytisstjóra — einhver tölvupóstur, einhverjar hugleiðingar, þetta voru beinar ráðleggingar um það hvaða leiðir væru færar. Þetta var ekki einhver tölvupóstur, þetta voru ekki einhverjar hugleiðingar. Það veldur mér auðvitað mjög miklum vonbrigðum, af því að ég studdi ráðherrann í hans tillögugerð, að hann hafi brugðist svona illilega því trausti sem honum var sýnt. Það er mjög alvarlegt mál og ég tek það vissulega nærri mér að hafa stutt ráðherrann og varið hann hér í þingstól með ráðum og dáð en komast síðan að því að hún hafði ekki fyrir því að segja okkur frá því að efasemdir væru uppi frá (Forseti hringir.) sérfræðingum ráðuneytanna um að þær leiðir sem hún var að fara væru færar.