148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

hugsanlegt vanhæfi dómara.

[15:37]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S):

Virðulegur forseti. Ég vísa algjörlega á bug ómálefnalegum og órökstuddum fullyrðingum um það að ráðherra sem hér stendur hafi skipað í réttinn svokallaða „sína menn“, eins og hv. þingmaður nefndi í ræðu sinni. Ef hv. þingmaður er að vísa til einhverrar réttaróvissu sem kann að vera uppi að mati hv. þingmanns, um réttmæti eða stöðu þessara dómara, þá er ágætt að úr því verði skorið. Ég veit ekki betur en verið sé að fjalla um það (Gripið fram í.) í Landsrétti og mögulega í framhaldinu af Hæstarétti innan tíðar. Þangað til mun ég ekki tjá mun mál sem rekin eru fyrir þessum dómstigum.