148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

mannanöfn.

83. mál
[18:14]
Horfa

Flm. (Hanna Katrín Friðriksson) (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir spurninguna. Svarið er að ekki eru settar neinar hömlur á það í frumvarpinu, hvorki á lengd einstakra nafna eða fjölda. Ef við tölum um Þjóðskrá áfram mun hún hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki uppfæra gagnagrunna sína og komi síðan í ljós annmarkar, við vitum hvernig það er að tölvan segir stundum nei, þ.e. glugginn, er það eitthvað sem menn tækla þegar að því kemur. En þetta er greinilega eitt af því sem væri áhugavert að ræða.