148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek auðvitað undir það með hv. þingmanni að það er mikilvægt að skoða frumvarpið vandlega. En það sem ég var að velta fyrir mér var stefna hæstv. ríkisstjórnar. Hv. þingmaður styður ríkisstjórnina og hæstv. fjármálaráðherra leggur fram frumvarpið og leggur væntanlega áherslu á að það fari í gegn. Það var bara það sem ég vildi draga hér fram. Mér heyrist á hv. þingmanni að bæði andi laganna um opinber fjármál og andi þessara laga hugnist henni ekki.

Þá er held ég, herra forseti, hæstv. ríkisstjórn í töluverðum vanda þar sem þetta eru nú stóru frumvörpin undir efnahagslegan stöðugleika.