148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

umræða um dagksrármál.

[12:45]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson) (um fundarstjórn):

Forseti áréttar að það var einmitt þessi umræða, þegar hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson kynnir málið fyrst og heldur ræðu um það, sem hann í lok þeirrar ræðu leggur til að málið gangi til efnahags- og viðskiptanefndar, það er rétt. Aftur á móti átti sér síðan stað samtal milli fjármálaráðherra og skrifstofu þingsins um hvar málið væri betur komið. Þingið ákveður hvert mál fara í nefnd út frá því málasviði sem varðar nefndirnar. Fjármálaráðherra samþykkti að rétt væri að málið gengi til fjárlaganefndar og fór svo upp í lokaræðu til að nefna það sérstaklega. Hv. þingmaður sat kannski þremur metrum frá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra þegar fjármála- og efnahagsráðherrann nefnir að málið skuli ganga til fjárlaganefndar. (Gripið fram í.)