148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

almenn hegningarlög.

213. mál
[19:14]
Horfa

Flm. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki eins vel að mér í öllum greinum almennra hegningarlaga og ég tel hv. þingmann og lögmann vera. (Gripið fram í.) En ég hef ekkert á móti því að kynna mér nánar og skoða 233. gr. a, sem ég viðurkenni að ég þekki ekki í þaula, hvað þá að ég þekki alla dóma sem hafa fallið samkvæmt henni. Ég er alveg opin fyrir því að skoða hana en get ekkert fyrir fram sagt um það að hvaða niðurstöðu ég kæmist í því máli.

Eftir stendur að ég tel að það sé mjög mikilvægt prinsipp í þessum málum að viðkvæmir hópar hafi vernd í lögunum en að þeir sem eru í valdastöðum þurfi síður vernd og alls ekki að þeir þurfi á því að halda að harðari refsingar liggi við að móðga þá eða smána.