148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

framlagning stjórnarmála.

[11:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Verkleysið er farið að standa þjóðinni fyrir þrifum. Ríkisstjórnin hefur ekki burði til að taka á þeim málum sem mest var talað um fyrir kosningar og sumir af þeim flokkum lofuðu mestu um. Ég er að tala um þá sem bágust hafa kjörin, aldraða, öryrkja og ungt barnafólk. Í stað þess að taka þau mál föstum tökum eru þau notuð sem skiptimynt í kjarasamningum og látið bítast um þau þar. Ég held að það sé rétt sem hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson sagði; þessi ríkisstjórn er mynduð um kyrrstöðu, líklega um kyrrstöðu í gjaldmiðlamálum, í sjávarútvegsmálum og í landbúnaðarmálum. Þetta er íhaldsstjórn.