148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[14:09]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég veit nú ekki hvort það var einhver spurning í þessari ágætisræðu hjá hv. þingmanni en ég vil þá bara nota tækifærið og leiðrétta þingmanninn. Ég sagði að Miðflokkurinn myndi sitja hjá, ekki greiða atkvæði með þessu máli. Svo það sé skýrt. Hins vegar, svo að ég segi það bara hreint út, mun þessi ufsabiti, sem er verið að rétta sjómönnum, ekki bjarga neinu, mun engu bjarga.