148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

tollalög.

518. mál
[21:03]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Víglundssyni kærlega fyrir ágætisræðu. Mér leikur hugur á að vita — ef hann kom inn á það missti ég af því atriði, en mér heyrist hann að hluta til vera að ræða um það — um innflutning niðurgreiddra landbúnaðarvara frá þróuðum ríkjum til þessara fátæku ríkja. Mig langaði að fá svar við því hvort honum þætti eðlilegt að þróað ríki eins og til dæmis Frakkland væri að flytja, dömpa, ef við notum það orðalag, matvæli inn á markaði þessara efnahagslega vanþróuðu ríkja. Ef hann kom inn á þetta missti ég af því en það væri áhugavert að heyra afstöðu hans til þessa.