148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.

50. mál
[18:56]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér á landi ríkir markvisst vanmat á framlagi kvenna, réttindum kvenna, störfum kvenna og menntun kvenna. Þessi tillaga er djörf og róttæk tilraun til að ráðast að rótum þess vanda. Ég tel að breytingartillaga hv. meiri hluta nefndarinnar sé til þess fallin að drepa málinu á dreif. Þar er ekki einu sinni minnst á kvennastéttir. Ég hvet þingheim til að fella þá breytingartillögu en styðja breytingartillögu minni hluta nefndarinnar.