148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[16:14]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð síðustu ræðumanna, hv. þingmanna, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, að þessi uppákoma er í boði stjórnarflokkanna. Nú ættu formenn flokkanna að fá forseta þingsins til að gera hlé á fundinum, funda saman og finna einhverja lausn í þessu máli. Ég hef alltaf verið mjög seinþreyttur til vandræða en get bæði verið þrár og langrækinn. Mig langar ekkert til að fara í það far og óska ég bara eftir að við leysum þetta mál.