148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:36]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Þegar ég talaði áðan um stuðning átti ég við breytingartillögurnar, afsakið það. Eins og ég rakti er þetta ekki svo vel útbúið mál, þrátt fyrir töluvert margar góðar breytingar, að við getum stutt það. Við fögnum því að verið sé að breyta þannig að málið verði tekið til endurskoðunar eftir þrjú ár en vandinn er eftir sem áður að ekki nema örlítið brot af atvinnulífinu fær aðgang að stofnuninni og það er fullt af litlum vandamálum sem þarf að laga. Við sitjum hjá í þessu.