148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:44]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er ánægður með það að fá að greiða atkvæði um þessa tillögu meiri hlutans hér. Ég tel að hugsunin á bak við málið sé góð, en að málið sé vanbúið og ekki nógu faglega unnið. Þar er ekkert um mat á áhrifum þessarar risastóru ákvörðunar. Þess vegna hef ég viljað getað greitt atkvæði með tillögu meiri hlutans um að vinna málið áfram. Ég er ánægður með að fá að gera það. Ég er enn sama sinnis og ég var 8. maí í þessum þingsal þegar ég taldi að fagleg vinna við málið þyrfti að vera í gangi til að taka svona stóra ákvörðun. Ég tel enn að þá faglegu vinnu þurfi að vinna og mun því vera sömu skoðunar og ég var þá, eins og allir aðrir þingmenn sem greiddu atkvæði 8. maí.