148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:55]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka gott boð hv. þm. Willums Þórs Þórssonar. Á blaðsíðu 109 í þessari bók er að sjá ástæðuna fyrir því af hverju við eigum að gera þetta. Hún sýnir okkur mismuninn á vísitölu með og án húsnæðisliðar. Meðan við bíðum eftir niðurstöðu nefndarinnar munu verðtryggð lán í landinu, þar á meðal 100 þúsund heimila, hækka um nokkra tugi milljarða. Nei, takk, herra þingmaður, ég ætla ekki að bíða eftir því og stuðla að því að lánin hækki hjá heimilum landsins um tugi milljarða meðan einhverjir skriffinnar uppi í fjármálaráðuneyti skoða þetta mál sem þegar fyrir liggur að við þurfum að taka á því núna.

Takk fyrir boðið en nei, takk.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Þingmaðurinn segir nei.

(Forseti (SJS): Ég heyrði bara nei, takk.) [Hlátur í þingsal.]