148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[19:00]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að bregðast við ófremdarástandi í lánamálum alls almennings og það er mjög brýnt að gera það. Ég hef setið hér í dag og fylgst með málflutningi um ýmis mál og mér hefur dálítið liðið eins og ég hafi verið að fylgjast með einhvers konar forræðisdeilu. Forræðisdeilu yfir þessu máli. Mér hefur jafnvel liðið eins og ég sé staddur á nokkurs konar framhaldslandsfundi Framsóknarflokksins árið 2016. [Hlátur í þingsal.] Gott og vel um það.

Ég tel að hér sé um að ræða gott mál. Við eigum að vinna í þessu máli og tókum ákvörðun einmitt í maí um gera það. Og við tókum ákvörðun um að gera það öll vel. Ég tel að við eigum að gera það vel. Ég tel að einhverjir spekingar eigi að koma nálægt þessu máli og fara yfir það. Ég segi já.