149. löggjafarþing — 3. fundur,  13. sept. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[12:36]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Eins og komið hefur fram og við heyrðum á kynningarfundi hjá hæstv. ráðherra og höfum líka heyrt í umfjöllun um fjárlagafrumvarpið, varðandi þessi 0,25%, þá spilar þetta allt saman, þ.e. að skipta þessu eina prósenti niður á fjögur ár, eins og ráðherra sagði við okkur á kynningunni, og svo það sem við erum að gera núna, þ.e. persónuafsláttarhækkunin. Verið er að endurskoða samspil bóta- og tekjuskattskerfisins. Það er löngu kominn tími á að við gerum það. Það svigrúm sem hér er verið að ræða er hækkun á barnabótunum, það er persónuafsláttarhækkunin sem við erum með hér undir núna, og vaxtabæturnar eru líka þarna undir. Ég veit ekki hvort við getum lagt það nákvæmlega að jöfnu en þetta er samspil margra aðgerða sem verið er að leggja til til handa þeim sem eru tekjulægri og til handa barnafjölskyldum. Hækkunin á fæðingarorlofsgreiðslum er partur af þessu, eins og við þekkjum, til að styðja við fjölskyldur, ekki kannski partur af þessum 0,25% en partur af því að styðja fjölskyldur.

Ég náði ekki alveg hverju hv. þingmaður var að velta fyrir sér varðandi fæðingarstyrkinn. (Gripið fram í.) Já, varðandi tekjuskerðinguna, viðmiðin, hvar það byrjar? Já. Það er eitthvað sem við þurfum að velta fyrir okkur, hvort við eigum að breyta og getum breytt til þess að þeir sem fá einhverra hluta vegna bara styrkinn en ekki ... Það er væntanlega það sem þingmaðurinn er að (Forseti hringir.) velta fyrir sér en ekki annað, að hægt sé að draga úr því.