149. löggjafarþing — 3. fundur,  13. sept. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:25]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Mikið væri gaman að geta átt samtal við hv. þingmann án þess að hann færi í það að dylgja. Hvers konar baktjaldamakk er það þegar við ræðum opinberlega að ég sé fylgjandi því og telji rétt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Það er nú meira baktjaldamakkið. Ég er þá í baktjaldamakki ef það telst baktjaldamakk að segja skoðanir sínar í ræðustól.

Ég spyr hv. þingmann: Er ekki allt í lagi að eiga orðastað við aðra í þingsal án þess að vera stöðugt að dylgja eða er málefnafátækt hv. þingmanns slík að hann telji sig ekki ná neinu fram öðruvísi en að gera mönnum upp illar hvatir? Það skilar okkur engu, hv. þingmaður, engu. (BirgÞ: Þetta var bara fyrirspurn.) — Já, byggð á dylgjum og ég er búinn að svara henni.