149. löggjafarþing — 8. fundur,  20. sept. 2018.

efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu.

[11:07]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Samið hefur verið um fyrirkomulag umræðunnar. Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu og þrjár mínútur að umræðunni lokinni.

Ræðutíminn skiptist svo milli þingflokka: Samfylkingin 15 mínútur, Miðflokkurinn 15 mínútur, Sjálfstæðisflokkur 24 mínútur, Píratar 14 mínútur, Framsóknarflokkur 16 mínútur, Flokkur fólksins 12 mínútur, Viðreisn 12 mínútur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð 10 mínútur.