149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

skýrsla um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

[10:41]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Það er hægt að taka undir það sem hæstv. ráðherra fór yfir í máli sínu og gerði ágætlega, en hvað með svarið við spurningunni um það hvernig ráðherrann hyggist fylgja málinu eftir? Hyggst hann ekki vinna úr þessu áfram, rétt eins og hæstv. ráðherra nefndi að fyrri vinna við að skoða ýmsa áhrifaþætti bankahrunsins hefði leitt til einhvers konar aðgerða, sumra kannski vel heppnaðra og annarra síður? Fyrst við erum sammála um mikilvægi þess sem þarna er haldið til haga og fjallað mjög ítarlega um og færð í mörgum tilvikum mjög sterk rök fyrir, er þá ekki nauðsynlegt að mati hæstv. ráðherra að fylgja málinu eftir, t.d. með formlegum athugasemdum við hlutaðeigandi aðila, hvort sem það eru fulltrúar erlendra ríkja eða fulltrúar alþjóðastofnana sem var jafnvel misbeitt, eins og fram kemur í skýrslunni, og hvað með Bretland sérstaklega (Forseti hringir.) og þá aðkomu sem lýst er í skýrslunni hvað varðar það ríki?