149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

fjöldi háskólamenntaðra.

[11:01]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Mig langar líka aðeins að nefna og bæta við svarið áðan að til að mynda á morgun fundar Vísinda- og tækniráð og þar er sérstök áhersla á færniþörf og að tengja hana við vinnumarkaðinn. Eitt af því sem ég tel að við getum gert mun betur á Íslandi er að tengja saman menntastefnu og atvinnustefnu. Þá erum við einmitt komin inn á það sem hv. þingmaður var að nefna, að það sé gott samspil þarna á milli þannig að þeirri eftirspurn sem er í hagkerfinu sé mætt í menntun.

Ég vil líka nefna að við erum að skoða kynjahlutföllin. Ef við náum að fjölga þeim stúlkum sem innritast í verk-, iðn- og starfsnám náum við svipuðum hlutföllum og eru á Norðurlöndunum, í Evrópu, þannig að þetta er fyrst og síðast kynjahalli varðandi þessar greinar. Við erum að skoða það og erum meðvituð um það.