149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[16:18]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Ég sé ekki neina sérstaka ástæðu til að fara meira í þetta. Ég sagði allt sem ég þurfti að segja áðan. Ég hvet okkur í salnum til að halda okkur við það að klára málið sem fyrst og standa með Vestfirðingum í því að leysa þau brýnu mál sem þarna eru. Við getum síðan rætt umhverfi laxeldis hvenær sem er, á mörgum löngum fundum. Skiptar skoðanir eru um það. En við leggjum upp með að farið sé varlega í öllum málum er snúa að þeirri atvinnugrein. Það er mjög mikilvægt. Stöndum með þessu fólki. Gerum það.