149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[17:02]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er mjög áhugavert að heyra að hv. þingmaður virðist vera mjög sammála því að hægt sé hægt að fara þá leið sem hæstv. ráðherra leggur til. Ég átta mig ekki alveg á svörum hv. þingmanns um hvað sé óskýrt. Hér er lagt til að ráðherra hafi heimild, tímabundna heimild til tíu mánaða, og er sérstaklega tekið fram að leyfið getur ekki verið rýmra en það leyfi sem hefur verið fellt úr gildi. Það er sérstaklega tekið fram að horft er til tiltekinna markmiða sem þurfa að nást, m.a. málshöfðunar sem þarf að eiga sér stað. Hann getur sett þau skilyrði til þess að hafa tíma til að draga úr starfsemi eða bæta úr þeim ágöllum sem þarf. Þetta tel ég, frú forseti, vera mjög skýrt.

Þess vegna spyr ég hv. þingmann aftur: Hvað er það nákvæmlega sem hv. þingmaður sér fyrir sér að hægt sé að gera með þetta frumvarp? Hverju er hægt að bæta úr? Af hverju er bráðabirgðaákvæði betra þar sem í núverandi löggjöf er til að mynda heimild sem umhverfisráðherra hefur, þ.e. almennt ákvæði, til að bregðast við komi beiðni þar um?

Sama er um að ræða í byggingarlöggjöfinni, almennt ákvæði byggingarfulltrúa til að bregðast við, vega og meta aðstæður. Hvað er öðruvísi í þessu frumvarpi?