149. löggjafarþing — 17. fundur,  10. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[16:49]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er alveg sammála því að þörfin er brýn. Við sjáum gríðarlegar breytingar og mikla fjölgun í umferðinni. Hingað koma um 2 milljónir ferðamanna á ári þannig af mikið er af útlendingum á vegum landsins. Þeir borga ekki til samgöngumála. Hugsanlegir vegtollar væru þannig að þeir myndu borga jafnt og aðrir, það er einn vinkillinn á því. En það er alveg á hreinu að þörfin er brýn og við erum langt á eftir því sem við þyrftum að vera í samgöngumálum. Þess vegna þurfum við, eins og þingmaðurinn sagði áðan, að hugsa út fyrir boxið og bregðast við á þann hátt. Ég geri mér grein fyrir því að ramminn sem ráðherrann vinnur eftir er fastur (Forseti hringir.) í sessi og taka verður mið af því.

Mér fannst ræðan sem þingmaðurinn hélt áhugaverð. Ég hef ekki fleiri spurningar.