149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[16:14]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessar spurningar. Varðandi fyrstu spurninguna um aðföng er það þannig í dag að sé þörf á aðföngum til að klára að fullvinna vöru er það styrkhæfur flutningur. Svarið við þeirri spurningu er: Já, aðföng geta verið þar undir.

Varðandi spurninguna um skógarbændur þá verð ég að viðurkenna að ég kann ekki ISAT2008 og skilgreininguna í A-dálkinum nægilega en sé það þannig að þeir falli þar undir, eða að það sé sambærilegt, hvet ég nefndina til að skoða það og fá úr því skorið. Ég get tekið það undir með þingmanninum að margt af þeirri framleiðslu er einmitt vara sem er tilbúin til að fara inn í verslanir og er sannarlega langt frá helstu markaðssvæðum.

Varðandi síðustu spurningu þingmannsins um aðrar matjurtir eða matvörur þá eru þær nú þegar styrkhæfar.