149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:54]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það að stuðningur við bókmenningu á Íslandi er umtalsverður. Ég vil nefna að yfir 2 milljarðar kr. fara í bóka- og skjalasöfn, sjóði og forlög. Við setjum yfir 100 millj. kr. í söfn rithöfunda. Ef við lítum á þá sjóði sem fara að hluta til til rithöfunda eru það í kringum 280 millj. kr. Alls er stuðningur við bókmenningarstefnu og bókmenntir á Íslandi í kringum 2,5 milljarðar. Við leggjum okkur fram.

Ég er alveg sammála því sem kemur fram hjá hv. þingmanni að auðvitað er brýnt að hlúa að öllum í ferlinu, en ég tel að með aðgerðinni munum við líka ná til þeirra.