149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr.

178. mál
[19:00]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Það er mjög jákvætt skref ef við aukum möguleika okkar á að fá hingað vel hæft fólk til starfa sem getur stutt okkar vinnu hér og unnið með okkar fagfólki. Sú sem stendur hér þekkir náttúrlega til þess að hér er mjög hæft fólk af erlendu bergi brotið sem hefur ákveðið að setjast hér að og sinna þessum störfum. Ég held að þetta sé bara jákvætt skref, hef svo sem ekki fleiri spurningar til ráðherra en þakka honum fyrir þetta.