149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[15:00]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Ég held að ég sé nokkuð sama sinnis. Mig langar þá næst að spyrja hv. þingmann um annað sem varúðartæki sem ég hef rætt aðeins í dag, það er þjóðarsjóðurinn, hvort hann sjái möguleika í þjóðarsjóðnum, eftir því hvernig reglurnar verða settar upp, hvort hann sjái þar einhverja möguleika á varúðartæki, hvort þjóðarsjóðurinn geti þannig orðið akkeri í hagkerfinu, að hann geti hjálpað okkur að bregðast við sveiflum og að því leyti kannski orðið líkari gjaldeyrisvaraforða að vissu marki þó að hann verði aldrei notaður í sama tilgangi. Hvað sér hv. þingmaður sem hlutverk sjóðsins? Gæti þetta verið eitt þeirra?