149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

efling björgunarskipaflota Landsbjargar.

125. mál
[19:24]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni fyrir meðsvar hans. Hv. þingmaður er flutningsmaður á málinu, á því verðuga verkefni, sem er mikilvægt eins og hv. þingmaður kom inn á. Við erum lánsöm að eiga jafn öfluga björgunarsveit og Slysavarnarfélagið Landsbjörg er. Fram kemur í tillögunni að þetta er mikið átak sem verið er að ráðast í og nauðsynlegt þar sem skipaflotinn er orðinn gamall. Ég veit að hv. þingmaður þekkir það mjög vel.

Ég er ekki í vafa um að þetta verðuga og mikilvæga verkefni fái jákvæðar undirtektir og faglegar, eins og vera ber, og umfjöllun í hv. umhverfis- og samgöngunefnd.