149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

skógar og skógrækt.

231. mál
[21:59]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Því er nú til að svara í sem stystu máli að almennt er talið að heimildir til stjórnvaldssekta séu svona styttri leið að því að ná fram tilganginum, ná því fram að takast á við brot frekar en að það komi til lögreglurannsóknar og dómsmáls. Það er kannski stutta svarið við þessu.