149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

dvalarleyfi barns námsmanna.

[15:30]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka undir með hv. þingmanni, réttur barna er gríðarlega mikilvægur og ef það er glufa í núgildandi löggjöf og hún þarfnast breytinga þurfum við auðvitað að ráðast í þær breytingar. Eins og ég sagði áðan vonast ég til þess að geta tekið þetta mál upp og mun taka það upp við hæstv. dómsmálaráðherra. Vonandi getum við í sameiningu fundið lausn á þessu máli.

Það er alþekkt að víða í lögum eru því miður glufur sem við þurfum að fara yfir og það kann vel að vera að þetta sé ein þeirra. En þá þurfum við að skoða það og fara yfir það og loka glufunni. Ég tek bara undir með hv. þingmanni að það er mikilvægt að gera það og við munum einhenda okkur í það.