149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:39]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Það er nefnilega alveg með ólíkindum að þetta mál sé komið fram því að við vorum búin að ræða það í þingflokki Miðflokksins að við myndum leggja það mál fram. Gunnar Bragi sendi póst á nefndasvið 30. september og 25. október fer hann upp í ræðu og segir: Ég hyggst leggja fram frumvarp á ný.

Þar vitnar hann til frumvarpsins sem hann var með áður, með leyfi forseta:

„… þar sem ég tek af allan vafa um að sama eða svipað fyrirkomulag skuli gilda í kjötiðnaðinum.“