149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:47]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Forseti. [Hlátur í þingsal]. Ég hef öllu minni áhyggjur af því hver eigi málið. Hugmyndin er jafn afleit hvor sem kom með hana fyrst. [Hlátur í þingsal.] Það er auðvitað hægt að treysta því þegar kemur að Framsóknarflokkunum öllum að þegar horft er á verðþróun á mjólkurvörum annars vegar sem á að hækka talsvert umfram kjöt hljótum við auðvitað að verða að afnema samkeppnislögin gagnvart kjötinu líka svo það geti fengið að hækka til viðbótar eins og mjólkin hefur gert. (Félmrh: Þér var ekki boðið að vera með, á hvorugu málinu.)

Þetta finnst mér mjög sérstakt mál að komi upp og reyndar afleit hugmynd að undanskilja heila atvinnugrein samkeppnislögum eins og hér er lagt til. Mér þykir sorglegast að horfa upp á það hversu margir þingmenn hér í salnum virðast vera fylgjandi því, hvort sem þeir eru í Framsóknarflokki eitt, tvö, þrjú eða fjögur.

(Forseti (SJS): Forseti mælist til að menn fari ekki í efnisumræður um mál sem þegar hafa verið rædd hér og eru komin til nefndar.)