149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:50]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Það mál sem við ræddum fyrr er staðfesting á því að stefna Framsóknarflokksins er í aðalatriðum það sem er kallað á enskri tungu, með leyfi forseta, „copy/paste“, nema eftir kosningar, þá bætist „delete“ við. (Gripið fram í.) Að því sögðu, herra forseti, er þetta mál svo sem alveg ágætt og þó að menn reyni að eigna sér heiðurinn af því getum við svo sem alveg látið það laust. Aðalatriðið er að málið komi fram og að sjálfsögðu munum við styðja þetta mál sem frá okkur er komið og reyna að fá það í gegnum þingið sem allra fyrst.