149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:55]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég ætla bara að segja, af því að þetta er að verða skemmtilegt hérna, að ég man eftir því þegar ég var á sjónum einhvern tímann þegar það var gott í matinn, súpukjöt og fullt af kjötbitum á borðinu, að menn hræktu sumir á bitana á fatinu sem þeir ætluðu að borða svo einhverjir aðrir tækju þá ekki. Þetta datt mér í hug áðan, þó að ekki hafi verið hrækt á þetta mál, að mér finnst að það eigi að bera virðingu fyrir því sem hefur verið hefð í þinginu, að þau mál sem hafa verið flutt áður séu borin undir þann sem hefur flutt þau ef einhver annar ætlar að endurflytja þau.

Þetta er ekkert efnislegt um hvað þetta mál er heldur bara að þessi hefð sé höfð í heiðri.