149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[12:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Nú langar mig að spyrja, vegna hlutabréfakaupanna og breytinga á viðmiðum vegna þeirra, um það að ekki eru lengur nein takmörk vegna starfsmanna fyrirtækja að kaupa hlutabréf. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvaða rök voru fyrir því að gera það að skilyrði að ekki mætti gera í núgildandi lögum og hvort hætta sé á því að sú staða gæti verið misnotuð af yfirmönnum starfsmannsins. Var það kannski partur af rökunum fyrir því að setja þessi skilyrði í gildandi lögum?