149. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2018.

svar við fyrirspurn.

[15:12]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur áður farið yfir þetta en málið er ekki tiltölulega flókið. Ef lögð er fram fyrirspurn á einu tilteknu löggjafarþingi getur svar við þeirri fyrirspurn, hvort sem er munnlegt af hálfu ráðherra, komið svo lengi sem fundir standa eða skriflegt svo lengi sem það þing situr. Eftir að það þing lýkur störfum og nýtt þing tekur við verður skriflegu svari ekki dreift sem þingskjali því að það er ekkert þingmál til að svara. Það er fallið niður og þá þarf að endurflytja fyrirspurnina eða skýrslubeiðnina.

Sama gildir um skýrslubeiðnir, þeim er í sjálfu sér hægt að dreifa þótt nýtt löggjafarþingi hafi hafið störf en sú skýrsla verður þá ekki þingmál í hefðbundnum skilningi. Eigi hún að ræðast á Alþingi er hún þar rædd sem munnleg skýrsla ráðherra þótt prentuð sé.

Þetta er svona vaxið.