149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[12:48]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Staðreyndin er sú að við erum að hækka framlögin. Þau fara úr 31,5 milljörðum í 32,5 milljarða. Við getum farið yfir það betur seinna en þetta eru þær tölur sem ég er með fyrir framan mig. Eins og hv. þingmaður veit skiptir rosalega miklu máli að við séum að auka á hvern nemanda, um 12%. Þetta er stórsókn, 12% á hvern nemanda.

Ég skil vel að hv. þingmaður spyrji út í jöfnunarstyrkinn. Hann er lækkaður en það er vegna þess að það er minni eftirspurn eftir honum, af því að það eru færri framhaldsskólanemar á framhaldsskólastiginu. Ég spurði sérstaklega út í þetta. Er einhverjum neitað um styrkinn? Er fjárframlagið lækkað á einhvern nemanda? Nei, það er ekki staðan. Við erum hreinlega að færa á milli liða og styrkurinn lækkar vegna þess að það er minni eftirspurn eftir honum. Þess vegna á það sér stað.