149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:02]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi fjárlög eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Með þessi fjárlög þurfa hjúkrunarheimili jafnvel að skera niður í gæði matar til eldri borgara, svo sem á sunnudögum og jólum, eins og þau sögðu sjálf. Öryrkjar eru sviknir miðað við það sem þeim hafði verið lofað fyrir einungis tveimur mánuðum síðan.

Húsnæðisstuðningur stendur nánast í stað þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingarinnar um að húsnæðismálin séu stærsta baráttumál kjarasamninga. Aldraðir og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sitja enn eftir að eigin mati. Skerðingar barnabóta eru auknar og framhaldsskólar fá beinlínis lækkun milli ára.

Launafólk fær heilar 500 kr. í hækkun á persónuafslætti, en stórútgerðin hún fær 3 milljarða kr. lækkun. Og nú stefnir í að veiðileyfagjaldið verði álíka hátt og tóbaksgjaldið.

Hins vegar leggur Samfylkingin hér til 17 ábyrgar og réttlátar breytingartillögur (Forseti hringir.) sem væri hægt að fjármagna að öllu leyti með sanngjarnari skattheimtu gagnvart hinum ofurríku.