149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:22]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Kannanir meðal eldri borgara hafa sýnt að nær öllum, eða 97%, finnst að auðvelda ætti þeim sem komnir eru á lífeyrisaldur að vera virkari á atvinnumarkaði. Atvinnuþátttaka eldri borgara færir þeim aukna virkni í samfélaginu. Aukin virkni stuðlar að vellíðan og lífsánægju og því virkara sem eldra fólk er því meiri lífsgæði upplifir það. Stjórnvöld verða að vera meðvituð um það. Þau verða að vera meðvituð um stöðu, væntingar og viðhorf aldraðra þegar kemur að atvinnuþátttöku á jákvæðum áhrifum þess á líðan eldri borgara og fyrir samfélagið allt. Miðflokkurinn hefur lagt ríka áherslu á að afnema tekjutengingu bóta vegna launatekna eldri borgara og flytur flokkurinn nú breytingartillögu við fjárlagafrumvarpi þess efnis að atvinnutekjur eldri borgara skerði ekki lífeyrisgreiðslur. Ég segi já.