149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við fengum hér fyrr á árinu greiningu á því hversu mikið vanti upp í að persónuafsláttur hafi fylgt launaþróun. Þetta er fyrsta skrefið í átt að þeirri leiðréttingu. Hérna hækkum við persónuafsláttinn um 10 milljarða. Það er fyrri liðurinn. Ég klára bara seinni liðinn líka. Þar gerum við ráð fyrir því að veiðigjaldið lækki ekki um 3 milljarða heldur um 1 milljarð, sem fara á til minni og meðalstórra útgerða.