149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:41]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Í þessari sundurliðun er verið að leggja til breytingar við ýmsa liði, þar á meðal við það sem heitir örorka og málefni fatlaðs fólks. Talsvert hefur verið rætt í samfélaginu undanfarið hversu miklar hækkanir eigi að verða til öryrkja með þessum fjárlögum. En hér er hreinlega verið að leggja það til að framlög til öryrkja verði lækkuð um 5 milljarða.

Herra forseti. Ég botna annast sagna ekkert í þessari tillögu frá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni. Ég get ekki stutt það að framlög til öryrkja verði lækkuð. Það kemur ekki til greina. Ég mun því greiða atkvæði gegn tillögunni.