149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:01]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það var ánægjuleg stund þegar skóflustunga var tekin af miklu fjölmenni 13. október síðastliðinn að nýjum meðferðarkjarna Landspítalans. Sú framkvæmd mun gjörbylta allri heilbrigðisþjónustu í landinu til hins betra. Hér er við 2. umr. verið að gera ráð fyrir 4,7 milljörðum kr. til uppbyggingar á meðferðarkjarnanum á næsta ári. Það hefur verið gagnrýnt að skorið sé niður milli umræðna upp á 2,5 milljarða kr. Það á sér skýringu. Það á sér þá skýringu að á þessu ár var fimm mánaða töf á gatnagerð og jarðvegsvinnu. Sú töf mun breyta einhverju um uppsteypu á næsta ári á meðferðarkjarnanum, en það mun ekki breyta því að meðferðarkjarninn verður tekinn í notkun 2024 eins og áætlanir hafa staðið til. Það er mjög mikilvægt, ég fagna því sérstaklega, vegna þess að við þurfum sannarlega á nýju þjóðarsjúkrahúsi að halda. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)