149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:16]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Við Íslendingar erum að eldast sem þjóð. Biðlistar eru þar af leiðandi að lengjast á þessu sviði og virðist vera að ríkisstjórnin hafi það bara sem tísku hjá sér að reyna að stuðla að því að byggja upp biðlista. Því viljum við í Viðreisn mótmæla. Við viljum horfa inn í framtíðina. Það þarf að sinna þessu strax. Það þýðir ekki að bíða og setja fólk á biðlista, hvort sem það eru eldri borgarar eða sjúklingar eða aðrir sem þurfa að leita til hins opinbera. Þess vegna viljum við í Viðreisn, og það er eitt af forgangsmálum okkar, efla og stuðla og ýta undir óöryggi eldri borgara, þeirra sem þurfa að leita til hjúkrunarstofnana, sem og að komast inn á hjúkrunarheimili. Þess vegna segjum við já.