149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:53]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Þessi þingmaður segir nei. Eftir 40 daga flettum við mörg upp í bók þar sem í stendur: „Allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“

Ég held að það væri hollt fyrir þá sem standa að þeim gjörningi, sem er þríeinn í dag, ef ég man rétt, það væri verulega hollt fyrir þá þegar þeir byrja að úða í sig jólasteikinni að lesa þessi orð áður en þeir byrja og vita hvort þeim verður jafn gott af eins og áður.

Það er forkastanlegt, herra forseti, að ráðast að fátækasta fólki á Íslandi eins og hér er gert. Menn hafa ítrekað í dag fengið möguleika til þess að fara af þessari leið, en einbeittur viljinn er svo mikill að menn halda áfram og skirrast ekki við að ráðast að garðinn þar sem hann er lægstur. Það er ekki til eftirbreytni. Þingmaðurinn segir nei.