149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Þarna erum við að samþykkja að hætta að skerða styrki með sköttum; þeim ljóta leik, sem hefur verið stundaður hér árum saman, að plata veikasta fólkið okkar til að taka við peningum sem það hélt að það væri að fá en voru svo rifnir af þeim ári síðar. Þetta er ljóstýran í þessum málum. Ég vona að hún skili sér í fleiri málefnum, vegna þess að það er einn hópur hér sem fær ekki að eiga séreignarsparnaðinn sinn, það eru öryrkjar. Það hlýtur að vera það næsta sem við sjáum gerast, að þeir fái að eiga séreignarsparnað sinn eins og allir aðrir.