149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:12]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Í þessum tölulið, nr. 78, er verið að leggja til að fjárheimildir Fæðingarorlofssjóðs verði auknar um 2,2 milljarða. Munar þar mest um hækkun hámarksgreiðslna úr 520.000 í 600.000 til foreldra í fæðingarorlofi. Það er í samræmi við áform stjórnvalda um aukinn stuðning við barnafjölskyldur með hækkun orlofsgreiðslna. Það rímar vel við þann texta sem við fengum í skilaboðbelgjum sem lágu á borðunum hjá okkur í gær og því ber að fagna. En áfram verður svo unnið að lengingu fæðingarorlofsins á kjörtímabilinu.