149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:12]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Það er eilíft verkefni að auka jöfnuð í samfélaginu. Með hækkun barnabóta undir þessum málaflokki um 1,6 milljarða milli ára er stigið skref í þá átt. Barnabætur hækka þannig um 15% á milli ára og hafa hækkað um 26% frá því að ríkisstjórnin tók við. Framlög til fæðingarorlofs hækka um 19% á árinu. Hér eru stigin mikilvæg skref til að auka jöfnuð í samfélaginu og fyrir því munu Vinstri græn halda áfram að berjast.