149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:35]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla að gera grein fyrir því af hverju nefndin kallar þessa tillögu aftur. Þannig er að nefndin hefur fengið til sín alla helstu aðila sem tengjast þessu máli, um að endurlána allt að 1,5 milljarða til Íslandspósts. Nefndin hefur þannig aflað sér upplýsinga um stöðu félagsins og væntanlegar aðgerðir og um leið breyttar rekstrarforsendur. Það tengist því frumvarpi sem er til umfjöllunar í hv. umhverfis- og samgöngunefnd. Við sjáum því gjörbreytt rekstrarumhverfi. Nefndin telur sig einfaldlega þurfa meiri tíma til að vinna úr þeim gögnum og upplýsingum sem hún hefur aflað sér og leggur til þessa frestun.

Um leið vil ég benda á lið 7.19 í 6. gr. á þskj. 450, sem við tökum fyrir hér í kjölfarið, um heimildina til að leggja Íslandspósti til aukið eigið fé vegna fyrirliggjandi lausafjárvanda félagsins.