149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:34]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni fyrir að koma með þessa spurningu. Það sem skiptir miklu máli er forgangsröðun ríkisútgjalda. Við sjáumst það t.d. í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar að hún er að leggja af stað í það að breyta Stjórnarráðinu. Það er kostnaður upp á þriðja hundrað milljónir í breytingar á Stjórnarráðinu, uppskipti á velferðarráðuneytinu og við sjáum breytingar og aukinn kostnað hjá forsætisráðuneytinu. En þetta snýst á endanum alltaf um forgangsröðun og það er hægt að forgangsraða í þessa þágu eins og í allt annað.

Við erum einfaldlega á því að fara eigi svipaðar leiðir og Norðmenn hafa gert, með réttu, með norska olíusjóðinn, ekki síst til þess að útgerðin verði ekki alltaf fyrir því eftir á að til verður hentistefna í ákveðinni álagningu á veiðigjöldum á útgerðina til þess að hægt sé að brúa bilið í ríkissjóð.

Við teljum mikilvægt að auðlindasjóður verði til með skýrum markmiðum og það er hægt að brúa það bil.