149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[20:58]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni og best að ítreka að hv. þingmaður er 1. flutningsmaður að þingsályktunartillögu um skilgreiningu á auðlindum. Það getur verið góður grunnur að því sem ég er að tala um.

Eitt af gagnrýniatriðunum, sem ég hef hins vegar ekki heyrt enn þá á þetta frumvarp — og þá á ég við frumvarp sjávarútvegsráðherra — er að árið 2017 var mjög erfitt ár fyrir sjávarútveg, afkoman skelfileg í rauninni. Að óbreyttum lögum hefði álagning veiðigjalda átt að endurspegla þá miklu erfiðleika sem urðu 2017 af ýmsum ástæðum, krónan hækkaði, það var sjómannaverkfall o.s.frv. En með þessari lagasetningu erum við búin að kippa því ári út. Við getum (Forseti hringir.) sagt, innan gæsalappa: „Sjávarútvegurinn fær þá aldrei að njóta þessa hræðilega árs í formi lægri gjalda.“ Auðvitað bendir enginn á þetta.